Viðskiptaþjónusta og fjármálaráðgjöf
Styrkur okkar sem sérfræðingar á sviði fyrirtækjaþjónustu og fjármálaráðgjafar byggir á víðtækri reynslu og fagmannlegri ráðgjöf hvort heldur til fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga. Auk þess höfum við yfir að ráða reynslumikla lögmenn sem ábyrgjast og fara með alla almenna skjalagerð viðskiptavina okkar, til að mynda hvað varðar kaup og sölu fyrirtækja, útboðsgerð, löginnheimtu og samningsgerð sem og almenna lögfræðiráðgjöf og málarekstur fyrir dómstólum eftir atvikum. Þar liggur okkar styrkur, viðskiptavinum okkar til góðs.
Tölum saman
100%
Við bjóðum upp á ráðgjöf sem nær yfir alla helstu snertifleti viðskiptalífsins.